Námskeið
Skíðagöngunámskeið 2023
Skíðafélag Strandamanna heldur þrjú námskeið í hefðbundinni skíðagöngu í vetur.
20.-21. janúar Blindrafélagið - einkanámskeið
17.-19. febrúar uppselt
24.-26. febrúar (örfá pláss laus)
Námskeiðin verða haldin á skíðasvæði Skíðafélags Strandamanna í Selárdal við Steingrímsfjörð.
Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði hefðbundinnar skíðagöngu og er námskeiðið jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.
Dagskrá námskeiða:
Föstudagur kl. 18-20 æfing
Laugardagur kl. 10.30-12.30 fyrri æfing, kl. 12.30-14 hádegismatur og stutt smurningsnámskeið í skíðaskálanum, kl. 14-16 seinni æfing
Sunnudagurkl. 10.30-12.30 æfing og námskeiðslok
Skráningargjald
Skráningar á námskeiðið og fyrirspurnir skal senda á netfangið skidafelagstrandamanna@gmail.com. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Ragnari Bragasyni í síma 8933592 eða í skilaboðum á facebook.
Námskeiðsgjald fyrir þriggja daga námskeið er 30.000 kr. Innifalið í námskeiðsgjaldi er hádegismatur á laugardeginum í skíðaskálanum. Staðfestingargjald á námskeiðið er 10.000 kr og er sent í netbanka við skráningu.
Afbókanir
Æskilegt að að afbókanir berist 7 dögum fyrir komudag og skulu þá berast skriflega til skidafelagstrandamanna@gmail.com. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt nema að námskeið falli niður.
Búnaðarleiga
Ef þörf er á leigu á skíðabúnaði þarf það að liggja fyrir tímanlega áður en námskeið hefst. Leiga á búnaði kostar 5.000 kr fyrir daginn eða 10.000 kr fyrir helgarnámskeið. Við mælum sterklega með búnaðarleigu Everest, upplýsingar má finna á https://www.everest.is/is/bunadarleiga/leiga-a-brautargonguskidum.