Fréttaskot
Skráning í 31. Strandagönguna sem haldin verður í Selárdal 8. mars 2025 er hafin ásamt skíðaskotfimimóti SFS 9 mars. Skráning fer fram í gegnum vefsíðuna netskraning.is
Skíðafélag Strandamanna heldur tvö almenn námskeið í hefðbundinni skíðagöngu, helgarnar 24.-26. janúar og 31. janúar-2. febrúar ásamt námskeiði í skíðaskotfimi 1.-2. mars.
Skíðaskotfimi er íþrótt sem blandar saman skíðagöngu og skotfimi. Keppt verður 10. mars, daginn eftir Strandagönguna. Umframtekjur skotfimimótsins fara í að greiða fyrir búnað sem við höfum verið að fjárfesta í.
Skíðafélag Strandamanna hefur nú verið skráð á almannaheillaskrá Skattsins. Það þýðir að einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja félagið með fjárframlögum geta fengið endurgreiðslu frá skatti. Þetta virkar þannig í stuttu máli að eftir að gjöf hefur verið greidd með millifærslu er sendur tölvupóstur til okkar og við sendum inn tilkynningu til RSK um gjöfina.






